12.17.2013

Púðar í jólapakkann.

Púðarnir eru á sérstöku jólatilboði 9500,- fram að jólum. Þeir eru til sölu í Leynibúðinni, Laugavegi 55 til að byrja með og á Facebook síðunni.
11.26.2013

Jólapúðarnir loksins komnir!

Púðarnir verða fáanlegir í 40x60cm og 50x50cm.
Þeir verða til sölu á Facebook til að byrja með og á jóla PopUp í Hörpunni 7-8 des.
Verðið á þeim er fyrir 40x60cm: 9500,- og 50x50 cm: 8500,- 

Púðarnir koma fallega innpakkaðir og eru tilvaldir í jólapakkann. :) Sýnishorn af bakhliðum. Þar má meðal annars finna flauel, hör, ullarblöndu og silki. 


Ég er svo heppin að eiga góða ömmu sem kom mér af stað í saumaskapnum. 


Saumaskapurinn í öllu sínu veldi á saumaborðinu. 


Dómkirkjan með beislituðu höri á bakhlið, 40x60 cm. (Einnig fáanlegt með dökkgrænu flaueli og dökkbláu silki á bakhlið)


Dómkirkjan með ljósgráu flaueli á bakhlið, 40x60 cm. (Einnig fáanlegt með dökkbláu silki á bakhlið)


Hvönn með dökkbrúnu ullarbómullarefni á bahlið, 40x60 cm. (Einnig fáanlegt í beislitu höri á bakhlið) Blóðberg með dökkbrúnu ullarbómullarefni á bahlið, 40x60 cm. (Einnig fáanlegt í beislitu höri á bakhlið) 

Fyrir pantanir er hægt að hafa samband í skilaboðum í gegnum Facebook, email: egisladottir@gmail.com, í síma: 8633306 eða kíkja við á jóla PopUp í Hörpunni 7-8 des.


10.23.2013

Púðar

Nú á dagskrá er að framleiða fjórar mismunandi tegundur af púðum í tveimur stærðum 40x60cm og 50x50cm. Eins og staðan er núna þá eru þeir í prentun og svo tekur við saumaskapur og umbúðarpælingar. Ég er mjög spennt fyrir þessu enda spennandi að takast á við ný verkefni.

9.01.2013

Stóllinn nýbólstraði!

Ég hef komist að því eftir að hafa bólstrað fyrsta stólinn minn, að bólstrun er mikil nákvæmnisvinna og enginn verður fullkomin bólstrari á einum stól. Nokkur byrjendamistök voru gerð og það sést vel að þessi stóll var ekki bólstraður af atvinnumanni í faginu, en hver veit nema næsti stóll verði svoleiðis??

Hér er allavega stóllinn í öllu sýnu nýbólstraða veldi: Svona leit hann út áður: 


Næstum ósýnilegir saumar-betri helmingur saumaskapsins. Hitt var ekki sett í fókus fyrir þessa færslu!

Hér sjást byrjendarmistökin, ég þarf eitthvað að læra að brjóta hornin svo það komi ekki þessar krumpur. 

Erfiðasti parturinn var að sauma bakstykkin saman svo að saumarnir sæjust ekki. Ég hef auðvitað enga reynslu í svoleiðis saumaskap og stundum var þetta frekar misheppnað, en í fjarska tekur maður ekkert eftir því :) 


Fyrst er bakstykkið skrúfað af stólnum, svampur límdur á og bakið skrúfað aftur á stólinn. Þá gat ég farið að hefta framstykkið á og þegar það var klárt gat ég saumað aftari stykkið á með þar til gerðri bólstrunarnál og tvinna. 

8.22.2013

Bólstrun: 2 hluti

Verkefni dagsins var að pússa stólinn og bera á hann. 
Eins og sést hér var hann orðin ansi lúinn greyið. 

Búið að pússa og bera á. Ég keypti Wood dye í Byko, walnut lit, sem ég var mjög ánægð með. Þetta var bara borið á með tusku. Þegar stóllinn var búin að fá að þorna í c.a. klukkutíma, strauk ég af honum með rökum klút. Að lokum lakkaði ég yfir með glæru lakki sem fæst í Húsasmiðjunni og er satin/halv matt. 

Ég aka Gyða Sól var ekkert að stressa mig á hönskum og núna eru hendurnar á mér svona útlítandi. 


Svampurinn var klipptur til og spreyjaður með kontaktlími sem fæst í Byko/Húsasmiðjunni. Núna er stóllinn tilbúin fyrir áklæðið, eða þegar lakkið þornar! 

8.20.2013

Bólstrun: 1. hluti

Jæja þá hefur mér tekist að hefjast handa við bólstrun stólsins fagra sem ég skrifaði um í síðustu færslu. Ég hef komist að því að undirvinnan er mikilvægasti og tímafrekasti parturinn.

Til að byrja með þarf að rífa áklæðið af. Þetta áklæði var ekkert lamb að leika sér við enda heftað þrjár umferðir. Sú athöfn gekk ekkert sérlega hratt fyrir sig því eina verkfærið sem ég átti til verksins var lúin brauðhnífur úr Ikea.
Ég mæli alveg með því að fólk útvegi sér töng til að plokka heftin úr ef það ætlar að gera þetta, ég mun gera það næst klárlega. Ég var bara svo æst í að byrja að ég lét mér brauðhnífin duga.

Þegar búið var að rífa áklæðið af (sem ég passaði að hafa heilt svo ég gæti nú tekið snið eftir því) þá var næsta mál að rífa svampinn af og skrapa gamlar límlufsur sem sátu eftir.

Efni og áhöld fyrir bólstrun:

Áklæði: c.a. 1,5 m til að vera örugg. Fékkst í Godda og kostaði um 5000 kr.
Spreylím/kontaktlím: Byko/húsasmiðjan brúsin undir 2000 kr
Svampur: Lystadún Marco 2 stk á 2000 kr
Bólstrunarnál og tvinni: Vouge mörkinni c.a. 1000 kr
Bæs og lakk: Byko/húsasmiðjan

Hér er stóllinn fyrir aðgerðina miklu ásamt nýja svampinum sem er settur á, spreylími til að líma svampinn, áklæðinu og bólstrunarnál og tvinna. 

Gamla áklæðinu skellt á nýja og klippt eftir :) 

Stóllinn orðin næstum ber

Stóllinn orðin alveg ber og laus við svampinn

Þó það sé nú verðugt og gefandi að gefa gömlum húsgögnum nýtt líf þá er þessi mynd hér frekar lýsandi fyrir það sem ég á að vera gera þessa dagana. En jú það er að skrifa ritgerð, skiladagur nálgast óðfluga. 

Næsta mál á dagskrá er að pússa grindina af stólnum, bæsa og lakka. Það kemur í næstu færslu. 

Þangað til verið spennt...því það er ég svo sannarlega!

8.12.2013

Umfjöllun í Fréttablaðinu í dag


Það birtist umfjöllun um vörurnar mínar í Fréttablaðinu í dag. Smelltu hér til að lesa greinina.